Leikkonan Julia Roberts er vafalaust í uppáhaldi hjá mörgum enda hefur hún verið áberandi á hvíta tjaldinu svo árum skiptir. Julia hefur þó hins vegar haldið sig örlítið til hlés undanfarið en hún hefur að eigin sögn verið að einbeita sér að móðurhlutverkinu en leikkonan á þrjú börn.
Sjá einnig: Julia Roberts var berfætt á Cannes
Aðdáendur Julia Roberts geta þó glaðst, en á næsta ári er von á kvikmynd með henni og leikaranum Owen Wilson í aðalhlutverkum. Kvikmyndin ber nafnið Wonder og unnið er að gerð hennar þessa dagana. Myndir náðust af Roberts og Wilson þar sem þau voru við tökur – ef marka má þessar myndir hljótum við að eiga von á góðu.
Það getur ekki hver sem er galdrað fram tár og tilfinningar fyrir framan kvikmyndatökuvélar.
Owen Wilson leikur á móti Julia Roberts í kvikmyndinni Wonder.