Justin Bieber er hættur að syngja

Justin Bieber hefur tilkynnt að hann er hættur að syngja. Justin, sem er 19 ára, segist ætla að taka skref til baka frá söngnum en nýja platan hans, Journals, kemur út í næstu viku.

Justin sagði frá þessu í útvarpsviðtali í Los Angeles.

Söngvarinn sem hefur orðið fyrir mikilli gagnrýni fyrir hegðun sína seinustu mánuði segir að ein aðalástæðan fyrir því að hann sé að hætta er að hugmyndin um frægð og frama heillar hann ekki lengur. 

 

SHARE