Ellen DeGeneres er alveg hrikalega fyndin, á því leikur enginn vafi. Aldrei fyrr hefur lesbíski spjallþáttastjórnandinn sést í innilegum faðmlögum við Justin Bieber áður – enda um vandlega æfðan og andstyggilegan hrekk að ræða. Justin kom til viðtals í þáttinn fyrir skemmstu og rétt áður en tökur áttu að hefjast, brugðu þau á leik – földu sig inni á baðherbergi … og þóttust vera í sleik.
Hryllilega fyndið atvik og viðbrögðin láta ekki á sér standa þegar grunlausir aðdáendur ætla að bregða sér á klósettið:
Tengdar greinar:
Ellen De Generes í 50 Shades of Grey: „Vona að þeir klippi mig ekki út“
SNL gerir svakalegt grín að Justin Bieber
Justin Bieber pissar í skúringafötu á veitingastað – Myndband
Klara Egilson er íslenskur blaðamaður búsettur í Osló. Hún hefur gengt ritstörfum frá unga aldri og gaf út sína fyrstu smásögu sex ára að aldri: “Kartaflan sem fann alltaf vitlausa lykt” en hefur skrifað allar götur síðan og er ekki ókunn íslenskum fjölmiðlum. Hún er elsk á orð, fagra muni og umfram allt; fjölbreytileika mannlífsins. Klara gegnir í dag stöðu aðstoðarritstjóra HÚN.IS og tekur á ýmsu í umfjöllunum sínum.