Justin gefur út yfirlýsingu eftir dauða ljósmyndara.

Bandarískir slúðurfréttamiðlar hafa logað í dag vegna dauða ljósmyndara 31.desember síðastliðinn. Ljósmyndarinn stofnaði lífi sínu í hættu þegar hann ætlaði að ná mynd af ungstirninu Justin Bieber, ljósmyndarinn elti hvítan Ferrari sem hann var viss um að Justin væri farþegi í. Þegar bíllinn stoppaði á umferðarljósum hætti ljósmyndarinn sér fyrir framan bílinn í þeim tilgangi að reyna að ná mynd þrátt fyrir að hafa verið varaður við. Ljósmyndarinn var fyrir umferðinni og varð fyrir bíl, hann lést af sárum sínum. Justin var ekki í bílnum en þrátt fyrir það hefur hann gefið út yfirlýsingu um málið.

Justin segir:
“Þrátt fyrir að ég hafi ekki verið viðstaddur þetta slys eða  komið nálægt því, bið ég fyrir fjölskyldu hins látna. Vonandi mun þetta atvik gera það að verkum að nýjar reglur verði settar til að vernda stjörnur, lögregluþjóna, saklausan almenning og ljósmyndarana sjálfa”

 

SHARE

LEAVE A REPLY

Please enter your comment!
Please enter your name here