
Justin Timberlake (43) lenti í örlítið vandræðalegu atviki í lok tónleika sinna síðasta fimmtudag. Gestur á tónleikunum birti myndband af því þegar söngvarinn var settur í svokallað „beisli“ rétt áður en hann fór að syngja lagið sitt „Mirrors“.
Eins og sjá má á myndbandinu má vel sjá hvað um ræðir en „beislið“ setur alla athyglina á kynfærasvæðið og auðvitað hefur þessi myndbandsklippa farið eins og eldur um sinu á internetinu.