Maskari kallar fram ljós augnhár sem eru nánast ósýnileg. Með því að beita því einfalda bragði að fylla upp í bilið á milli augnháranna við rótina með eyeliner geturðu búið til fyllingu og gert augnhárin þykkari.
Gott er að nudda þunnum förðunarbursta í dökkan eyeliner og nota hann til að lita augnhárin upp við rótina og búa til skarpa og þykka línu. Eyrnapinna má nota til að þurrka burt allan lit sem situr eftir á húðinni svo hann sitji bara eftir á augnhárunum. Að því loknu er útlit augnháranna fullkomnað með því að krulla þau með augnhárakrullara og setja á þau maskara. Best er að bera maskarann á með því að leggja burstann upp við augnhárarótina og nudda honum aðeins til hliðanna en ljúka á því að strjúka honum upp eftir augnhárunum. Aldrei má gleyma að fjarlægja maskarann áður en farið er að sofa til að viðhalda fallegum augnhárum og koma í veg fyrir háræðarnar stíflist eða maskari fari í augun.