Kaffi BBQ sósa

Inná vef allskonar.is er þessi girnilega sósa sem ég ætla að prófa um helgina!

Uppskrift:

2 msk olía
1 stór laukur, fínsaxaður
5 hvítlauksrif, söxuð
1/2 grænt chili, fínsaxað
70 gr púðursykur
1 tsk cayenne pipar
2 msk hlynsýróp
3 msk ferskur kóríander, saxaður
2 tsk cumin, malað
1 dós niðursoðnir tómatar
70gr tómatpúrra (1 lítil dós)
2 dl vatn
1 teningur kjúklingakraftur
2 dl rótsterkt kaffi
salt og pipar

Sjá meira:  Ferskt pastasalat Röggu

Aðferð:
Hitaðu olíuna í stórum potti við meðalhita og bættu lauk, hvítlauk og chili út í. Steiktu þar til laukurinn verður mjúkur eða í um 7 mínútur.

Bættu þá púðursykri, cayennepipar, hlynsýrópi, kóríander og cumindufti saman við og hrærðu vel þar til sykurinn leysist upp.

Hrærðu nú niðursoðnu tómötunum saman við ásamt tómatpúrrunni, vatni, kjúklingakraftteningnum og kaffinu og láttu suðuna koma upp. Lækkaðu hitann undir pottinum og láttu sjóða niður þar til sósan verður þykk, í um 40 mínútur.

Kryddaðu til í lokin með salti og pipar.

Geymist í 1 viku í ísskáp.

SHARE

LEAVE A REPLY

Please enter your comment!
Please enter your name here