Inná vef allskonar.is er þessi girnilega sósa sem ég ætla að prófa um helgina!
Uppskrift:
2 msk olía
1 stór laukur, fínsaxaður
5 hvítlauksrif, söxuð
1/2 grænt chili, fínsaxað
70 gr púðursykur
1 tsk cayenne pipar
2 msk hlynsýróp
3 msk ferskur kóríander, saxaður
2 tsk cumin, malað
1 dós niðursoðnir tómatar
70gr tómatpúrra (1 lítil dós)
2 dl vatn
1 teningur kjúklingakraftur
2 dl rótsterkt kaffi
salt og pipar
Sjá meira: Ferskt pastasalat Röggu
Aðferð:
Hitaðu olíuna í stórum potti við meðalhita og bættu lauk, hvítlauk og chili út í. Steiktu þar til laukurinn verður mjúkur eða í um 7 mínútur.
Bættu þá púðursykri, cayennepipar, hlynsýrópi, kóríander og cumindufti saman við og hrærðu vel þar til sykurinn leysist upp.
Hrærðu nú niðursoðnu tómötunum saman við ásamt tómatpúrrunni, vatni, kjúklingakraftteningnum og kaffinu og láttu suðuna koma upp. Lækkaðu hitann undir pottinum og láttu sjóða niður þar til sósan verður þykk, í um 40 mínútur.
Kryddaðu til í lokin með salti og pipar.
Geymist í 1 viku í ísskáp.
Kristín fæddist á nunnuspítala og var skírð á flugvelli í henni Ameríku.
Hún er gift og á þrjú börn og eitt barnabarn. Hún hefur að mestum hlut unnið við að efla fólk og hefur menntað sig á því sviði. Ásamt því að skrifa á hun.is vinnur hún sjálfstætt sem meðferðaraðili.
Elskar að lesa, skrifa og mála en útivist og andleg málefni heilla hana.
Hún skrifar út frá eigin reynslu, faglegu nótunum og kaldhæðnislega um upplifun sína af breytingarskeiði miðaldra kvenna. Með hækkandi aldri hefur hún lært að létta sér lífið sem húsmóðir og gera mat á einfaldan hátt en alveg afbragðsgóðan svo frá henni má sjá uppskriftir að ýmsu góðgæti.
Hennar mottó er jákvæðni út í kosmósið því hún hefur lært af lífinu að jákvæðni kemur manni ansi langt!