Ég eins og margur annar hef ekki komist hjá því að sjá auglýst megrunarkaffi, facebook logar af myndum af fólki sem hefur misst ótrúlegt magn af kílóum á engum tíma.
Fólkið bara drekkur þetta kaffi og fylltist orku og brennir spiki !
Þar sem ég hef unnið með fíklum og fíknitengdum vanda þá datt mér strax í hug Amfetamín.
Megrunarkaffi sem er til sölu hér á landi er nú til skoðunar hjá Matvælastofnun og Lyfjaeftirliti Íslands. Þetta kemur fram í Morgunblaðinu í dag.
Komið hefur í ljós að kaffið inniheldur örvandi efni sem eru á bannlista hér og eru jafnframt amfetamín lík efni.
Sjá meira: Ung kona lést eftir að hafa tekið megrunarlyf
Passa sig á svona töfralausnum, Samkvæmt upplýsingum er þetta efni hættulegt heilsu fólks.
Kristín fæddist á nunnuspítala og var skírð á flugvelli í henni Ameríku.
Hún er gift og á þrjú börn og eitt barnabarn. Hún hefur að mestum hlut unnið við að efla fólk og hefur menntað sig á því sviði. Ásamt því að skrifa á hun.is vinnur hún sjálfstætt sem meðferðaraðili.
Elskar að lesa, skrifa og mála en útivist og andleg málefni heilla hana.
Hún skrifar út frá eigin reynslu, faglegu nótunum og kaldhæðnislega um upplifun sína af breytingarskeiði miðaldra kvenna. Með hækkandi aldri hefur hún lært að létta sér lífið sem húsmóðir og gera mat á einfaldan hátt en alveg afbragðsgóðan svo frá henni má sjá uppskriftir að ýmsu góðgæti.
Hennar mottó er jákvæðni út í kosmósið því hún hefur lært af lífinu að jákvæðni kemur manni ansi langt!