Þeir eru hressir þarna í Ástralíu og hafa húmorinn á kristaltæru, ef marka má uppátæki hins kafloðna Jarrod Allen sem gengur undir nafninu @tindafella á Instagram og gerir sérstaklega út á að kópera ljósmyndir af grandalausum konum sem eru í makaleit á Tinder og gera nákvæmar eftirhermur. Þar sem hann sjálfur fer með aðalhlutverkið. Á Instagram. Af öllum stöðum.
Útkoman er auðvitað fáránlega fyndin og erfitt að segja til um hvernig þessum skeggjaða hlunk datt til hugar að endurgera ljósmyndir af fallegum konum, þar sem hann, kafloðinn og grafalvarlegur á svip setur sig í sömu stellingar, en hér að neðan má sjá trylling mannsins í öllu sínu veldi á samskiptamiðlinum.
Hafir þú ekki enn gert þér grein fyrir því hvað Tinder er, má frá því segja í stuttu máli að um stefnumótaviðbót fyrir farsímanotendur er að ræða þar sem hægt er að leita eftir álitlegum einhleypingum í ákveðnum radíus. Farðu varlega ef leiðin liggur til Ástralíu og Tinder er sett upp á símanum þínum, …. annars er aldrei að vita nema Jarrod komi auga á myndina og endurgeri uppstillinguna:
Klara Egilson er íslenskur blaðamaður búsettur í Osló. Hún hefur gengt ritstörfum frá unga aldri og gaf út sína fyrstu smásögu sex ára að aldri: “Kartaflan sem fann alltaf vitlausa lykt” en hefur skrifað allar götur síðan og er ekki ókunn íslenskum fjölmiðlum. Hún er elsk á orð, fagra muni og umfram allt; fjölbreytileika mannlífsins. Klara gegnir í dag stöðu aðstoðarritstjóra HÚN.IS og tekur á ýmsu í umfjöllunum sínum.