Ég er svakalega veik fyrir þessum krúttum. Eða þessu krútti. Þetta er væntanlega bara einn kálfur þó það séu tvö „andlit“. Ég rakst á þetta á TikTok og rásin heitir Two Headed Calf og ég er bara að missa mig yfir þessu krútti. Ég hef alltaf elskað kýr og kálfa en þessi er alveg sérstakur gullmoli.
Líkurnar á að svona gerist er 1 á móti 400 milljónum en þessi tiltekni kálfur er þriggja daga gamall og er enn á lífi. Það eru til heimildir um að kálfur eins og þessi hafi í mesta lagi lifað í 17 mánuði en kraftaverkinn gerast enn og í Heimsmetabók Guinnes eru heimildir um kött með tvö höfuð sem lifði í rúm 12 ár.
Kidda Svarfdal er ritstjóri og eigandi Hún.is en hún er frá Djúpavík á Ströndum. Hún fór á bát og snjósleða í skólann þegar hún var lítil og var í heimavist í Finnbogastaðaskóla. Hún hefur haft gaman að krossgátum og íslensku frá unga aldri og hefur skrifað ljóð, sögur, pistla og fleira. Ásamt því að skrifa á Hún.is er Kidda, ásamt fjölskyldu sinni, mikið í Djúpavík þar sem fjölskyldan er með ferðaþjónustu.