Kanillengja með marsípani og glassúr

Það er eitthvað við kanil sem ég elska. Lyktin og bragðið gerir bara eitthvað fyrir mig. Þessi kanillengja er frá Gotterí.is og ég svo klárlega að fara að gera þessa á næstunni!

Deig (dugar í 2 stórar kanillengjur)

  • 160 gr smjör
  • 600 ml mjólk
  • 1 pk þurrger
  • 1 kg hveiti (gæti þurft örlítið meira)
  • 100 gr sykur
  • ½ tsk salt
  • 1 ½ tsk kardimommudropar

  1. Bræðið smjör og hitið mjólkina útí þar til ylvolgt.
  2. Blandið þurrgerinu saman við mjólkurblönduna og leyfið að standa í um 5 mín.
  3. Blandið öllum þurrefnunum saman og hnoðið saman við mjólkurblönduna (í litlum skömmtum).
  4. Blandið kardimommudropunum í deigið og hnoðið með króknum (ef notast er við hrærivél) á meðalhraða í um 5 mínútur.
  5. Deigið ætti að losna nokkurn veginn frá hliðunum. Ef það klístrast enn mikið, bætið þá um 50gr af hveiti til viðbótar saman við og hnoðið.
  6. Setjið smá matarolíu í skál og veltið deigkúlunni upp úr olíunni og plastið skálina. Látið hefast í klukkustund og þá ætti deigið að hafa tvöfaldað stærð sína.
  7. Hnoðið loftið úr deiginu og skiptið í 2 hluta. Fletjið hvorn um sig út á stærð við bökunarplötu (kannski örlítið minni).
  8. Smyrjið fyllingu á miðjuna (á 1/3 af deiginu) og myljið marsipanið yfir (uppskrift af fyllingu hér f.neðan).
  9. Skerið rákir sitthvoru megin við fyllinguna sem vísa niður og fléttið saman.
  10. Látið hefast að nýju í um 30 mínútur undir viskastykki.
  11. Penslið með eggi og bakið í 190°C heitum ofni í 18-20 mínútur.

kanillengja

Fylling

  • 160 gr mjúkt smjör
  • 210 gr sykur
  • 3 msk kanill
  • 2 msk vanillusykur
  • 300 gr marsípan

  1. Allt hrært saman í skál nema marsípan og skipt í tvo hluta.
  2. Fyllingu er smurt á deighlutana tvo (sjá mynd) og marsípanið mulið yfir fyllinguna (150 gr á hvorn).

Glassúr

  • 150 gr flórsykur
  • 2 tsk vanilludropar
  • 7-9 msk rjómi

  1. Allt hrært saman í skál.
  2. Sett i zip lock poka og lítið gat klippt á eitt hornið.
  3. Drisslið yfir kanillengjuna þegar hún hefur kólnað.

Einnig má sleppa því að setja glassúr ofan á og sömuleiðis fyrir þá sem það kjósa má sleppa því að setja marsípan inn í með fyllingunni.

Endilega smellið á „like“ á Facebook síðu Gotterís

Screen Shot 2017-02-21 at 2.33.33 PM

SHARE