Kanilsnúðakaka

Þessi dásemd kemur frá Eldhússystrum. 

img_76791

Kanilsnúðakaka

Deigið:
390 gr hveiti
1/4 tsk salt
200 gr sykur (ég setti aðeins minna, kom ekki að sök)
4 tsk lyftiduft
3,75 dl mjólk
2 egg
1 tsk vanilludropar
115 gr smjör, brætt

Ofan á kökuna/fylling:
230 gr smjör, mjúkt
220 gr púðursykur
2 msk hveiti
1 msk kanill

Glassúr:
260 gr flórsykur
5 msk mjólk
1 tsk vanilludropar

Hitið ofninn í 175 gráður. Smyrjið stóra ofnskúffu.

Deig: Hrærið saman hveiti, salti, sykri, lyftiduft, mjólk, eggjum og vanilludropum í hrærivél eða með handþeytara. Þegar þetta er orðið vel blandað saman hrærið þá brædda smjörinu hægt út í. Hellið deiginu í ofnskúffuna.

Fylling: Blandið saman smjörinu í fyllinguna, púðursykrinum, hveitinu og kanil þar til orðið alveg slétt. Setjið “slettur” af fyllingunni á kökuna (c.a. eina msk í einu), nokkuð þétt. Takið svo hníf og notið til að dreifa úr fyllingunni yfir alla kökuna (sjá mynd – ég hefði mátt dreifa aðeins betur úr fyllingunni hjá mér, verið óhrædd við það).

Bakið við 175 gr. c í 35-40 mínútur eða þangað til að tannstöngull kemur hreinn úr kökunni.

Glassúr: blandið saman flórsykri, mjólk og vanilludropunum. Setjið yfir kökuna. (ATH: mér fannst þetta fullmikill glassúr og notað hann ekki allan, þetta er auðvitað smekksatriði 🙂 )

Búið að setja fyllinguna á, ca. msk í hverri kúlu.

Búið að dreifa úr fyllingunni.

Búið að dreifa úr fyllingunni.

Endilega smellið like-i á Eldhússystur á Facebook og fylgist meðeldhussystur

SHARE