Kanye West: „Ættir að haga þér eins og þú sért gift!“

Það hefur gengið á ýmsu að undanförnu í hjónabandi Kanye West og Kim Kardashian. Samkvæmt heimildarmanni RadarOnline, sagði Kanye við hana um daginn að hann þyrfti að fara að sinna viðskiptum og hann ætlaði að gera það án hennar.

Sjá einnig: Kanye fór í fýlu við Kim á Íslandi

 

Kim ákvað því að fara til Mexíkó og hafa birst margar myndir af henni frá þeirri ferð í efnislitlum sundfötum án giftingahringsins. Kanye varð mjög reiður að sjá myndirnar, aðallega út af fatnaðinum sem hún klæddist.

378D8A5500000578-3756985-image-m-71_1472064893061

Hann hringdi í konu sína og bað hana að klæða sig í föt og bætti við:„Þú ert gift og ættir að byrja að haga þér eins og þú sért gift.“

 

3760515D00000578-3747877-The_reality_star_introduced_her_eight_month_old_son_to_the_joys_-m-64_1471553957837

SHARE