Kanye West KOLVITLAUS eftir ránið í París

Öryggisvörður Kim Kardashian, Pascal, var úti á lífinu með Kourtney Kardashian (37) og Kendall Jenner (20) þegar brotist var inn á hótelherbergi Kim og hún rænd.

 

Sjá einnig: Kim Kardashian haldið nauðugri á hótelherbergi

Það hefur ekki verið staðfest að Kim hafi verið alveg ein þegar ránið var framið en það var enginn annar inni á herberginu.

„Kanye var alveg brjálaður út í Pascal. Hann yfirheyrði hann og var svo heitt í hamsi að hann sprengdi næstum því æð,“ segir heimildarmaður HollywoodLife. „Hann heimtaði svör við því af hverju Pascal var ekki á svæðinu þegar hún þurfti sem mest á honum að halda. Hann öskraði á Pascal og sagði honum að Kim hefði getað látið lífið. Hann var það reiður að hann hótaði að borga honum ekki og Kim þurfti að róa hann niður og fara með honum inn í næsta herbergi.“

 

 

SHARE