Degi eftir að Kanye West (39) tilkynnti að hann ætlaði að aflýsa restinni af tónleikaferð sinni, Saint Pablo tour, var hann lagður inn á spítala.
Kanye var lagður inn á UCLA í gær eftir að hann hafði fengið heimsókn frá lögreglunni, slökkviliðsmanni og þjálfara sínum. Kanye ætlaði ekki að vilja fara á spítalann en þeir reyndu að sannfæra hann, en á endanum tóku þeir hann með valdi. Hann var fluttur á spítalann með sjúkrabíl.
Sjá einnig: Kanye West: „Ættir að haga þér eins og þú sért gift!“
Það komst í fjölmiðla á dögunum þegar Kanye hóf að tala illa um Donald Trump, Beyonce og Jay Z í byrjun tónleika sinna og aflýsti í kjölfarið tónleikaferðinni. Aðdáendur Kanye telja að hann hljóti að hafa fengið taugaáfall.
Carole Lieberman er læknir og sagði hún í samtali við HollywoodLife að ef um væri að ræða taugaáfall hjá Kanye, væri best fyrir hann og alla aðra að hann sé lagður inn: „Það besta fyrir einstakling eins og hann er að láta leggja hann inn eins fljótt og auðið er. Annars er hætta á að hann skaði sín eigin sambönd og frama sinn. Einnig er alltaf hætta á að hann skaði sjálfan sig eða aðra,“ sagði Carole.