Þegar Kanye West fékk taugaáfallið í nóvember missti hann minnið í kjölfarið. Hann var lagður inn í 8 daga til geðrannsókna en hann var lagður inn gegn sínum vilja.
Sjá einnig: Kanye West lagður inn á sjúkrahús með valdi
Vinur og samstarfsmaður Kanye West, Malik Yusef, mætti á Grammy verðlaunaafhendinguna fyrir hönd Kanye. Hann talaði við Popsugar á verðlaunaafhendingunni og sagði frá minnisleysi rapparans: „Ég var með Kanye í um sex til sjö tíma um daginn og minnið hans er að koma til baka. Hann er allur að koma til baka.“
Það hefur hjálpað honum mikið að vera mikið með Kim Kardashian, eiginkonu sinni, og börnum þeirra tveimur. „Hann eyðir tíma með fjölskyldunni. Saint er að stækka og farinn að leika sér með dót og það gefur Kanye mjög mikið,“ sagði Malik Yusef.