Það er ómanneskjulegt hvað þær systur hjá Matarlyst eru með girnilegar uppskriftir og stórhættulegt fyrir mig sem er nýkomin úr magaermi!
Tekur bara 5 mín að gera! Og er ofsalega gott.
(Fyrir 2)
2 msk instant kaffi
4 msk sykur
2 msk heitt vatn
50-70 ml mjólk -í hvert glas
Mulinn klaki (aðeins meira en hálft glas)
1-2 msk heit karamellusósa t.d frá Kjörís -í hvert glas
Sjá meira: kristin-for-i-magaermi-i-pollandi-allt-um-thad/
Þeytið saman í hrærivél instant kaffi , sykur og heitt vatn á fullum krafti í u.þ.b 3-4 mín eða þar til það er orðið stífþeytt.
Á meðan kaffið er að þeytast setjið mulinn klaka í glas og bætið mjólkinni saman við.
Þegar kaffið er orðið stífþeytt setjiði það ofan á klakana með matskeið.
Drykkurinn er síðan toppaður með karamellusósunni!
Áður en drykkurinn er drukkinn er blandað öllu vel saman með röri eða skeið.
Verði ykkur að góðu.
Ég er sannfærð um að smá slurkur af Bailys geri þetta enn betra!
Kristín fæddist á nunnuspítala og var skírð á flugvelli í henni Ameríku.
Hún er gift og á þrjú börn og eitt barnabarn. Hún hefur að mestum hlut unnið við að efla fólk og hefur menntað sig á því sviði. Ásamt því að skrifa á hun.is vinnur hún sjálfstætt sem meðferðaraðili.
Elskar að lesa, skrifa og mála en útivist og andleg málefni heilla hana.
Hún skrifar út frá eigin reynslu, faglegu nótunum og kaldhæðnislega um upplifun sína af breytingarskeiði miðaldra kvenna. Með hækkandi aldri hefur hún lært að létta sér lífið sem húsmóðir og gera mat á einfaldan hátt en alveg afbragðsgóðan svo frá henni má sjá uppskriftir að ýmsu góðgæti.
Hennar mottó er jákvæðni út í kosmósið því hún hefur lært af lífinu að jákvæðni kemur manni ansi langt!