Karitas Ósk: Ákvað að stofna eigið fyrirtæki í fæðingarorlofi

Karitas Ósk Þorsteinsdóttir er ung kona sem ákvað árið 2009 að læra að gera neglur. „Það var ekki af því að ég hafði brennandi áhuga á nöglum, heldur vegna þess að ég hafði sjaldan efni á því að fara í neglur og þótti það ákveðin fjárfesting að læra að gera þær á sjálfa mig,“ segir Karitas en hún var á þeim tíma 19 ára og ófrísk af sínu fyrsta barni. Hún segist ekki hafa verið í góðri fjárhagsaðstöðu en náði samt að „nurla saman einhverjum þúsundköllum“ og fara í námið. 

„Á þeim tíma var aðeins „hvítt french“ í tísku og þóttir þú vera “wild” ef þú fékkst þér 1-2 steina. Ég varð fljótt leið á því að gera alltaf það sama og í raun ekki einhvað sem ég ætlaði að gera næstu 12 árin,“ segir Karitas en hún ákvað, eftir naglanámið, að fara í framhaldsskóla og hafði lítið sem ekkert bakland. „Það kom oft fyrir að ég átti ekki salt í grautinn og stundum hafði ég ekki annað val en að reyna að auglýsa mig og fá einhvern til að koma í neglur. Það eru ekki mörg ár síðan algjör „nagla-sprengja“ varð hér á Íslandi og um allan heim, úrvalið fór að verða meira, margir litir fóru að koma inn og samfélagsmiðlar opnuðu nýjan heim hugmynda. Neglur komu aftur í tísku eftir langt hlé og þeir sem voru að gera neglur höfðu ekki undan.“

Hér má sjá sýnishorn af nöglum sem Karitas hefur gert. Ekkert smá flottar!

Instagram will load in the frontend.
Instagram will load in the frontend.
Instagram will load in the frontend.

„Með öllum þessum breytingum á úrvali og skapandi hugmyndum kviknaði brennandi áhugi hjá mér og sjálfsöryggið fór að vaxa og ég ákvað að segja aldrei nei við nýjum hugmyndum heldur tamdi ég mér það að segja „Við getum prófað, ef það tekst ekki þá getum við gert eitthvað annað” Ég fór að verða betri og öruggari, segir Karitas í samtali við Hún.is. Þegar hún eignaðist svo dóttur sína árið 2020 og var í fæðingarorlofi segist hún enn hafa verið að velta fyrir sér hvað hún ætlaði sér að verða þegar hún yrði stór. „Nú einstæð, með tvö börn og varð að ákveða hvert ég stefndi. Ég tók ákvörðun sem ég óttaðist mjög, en óttinn við að gera það ekki varð meiri og ákvað ég á þeim tímapunkti að stofna fyrirtækið mitt Karitas Cosmetics Ehf og vefsíðu mína WWW.JAMAL.IS.“

Karitas byrjaði í innflutningi og gerðist umboðsaðili fyrir Indigo Nails, Posh Lashes og Neonail sem hefur stækkað mikið þetta árið, en það eru vörur fyrir naglafræðinga og þá sem gera augnháralengingar. Nú hefur einnig bæst í hópinn húðvörur frá AHAVA sem eru náttúrulegar húðvörur unnar úr Dauðahafinu, Paraben-free og Vegan. Inni á Jamal.is getur þú fundið ýmsar snyrti- og dekurvörur m.a. gjafapakka, naglalökk, allskonar krem, baðvörur og ýmislegt fleira fyrir þá sem hafa áhuga tengt fegurð og heilsu.„Ég flutti aðstöðu mína á Fætur og Fegurð í Breiðholti. Ég elska að mæta í vinnuna og þar eru frábærar konur að vinna, tveir fótaaðgerðarfræðingar, snyrtifræðingur, nuddari og einnig getur þú komið í Trimform,“ segir Karitas okkur. „Ég hef kynnst svo dásamlegu fólki í þessu starfi og ánægðir viðskiptavinir gera það að verkum að það er gaman að vera í vinnunni.“

Við mælum mjög mikið með því að þið kíkið á heimasíðuna hennar Karitas og allir lesendur Hún.is fá 15% afslátt ef notaður er afsláttarkóðinn „hun“.

SHARE