Karl Berndsen lést í gær. Hann lést í faðmi fjölskyldu sinnar eftir nokkurra ára baráttu við krabbamein. Karl eða Kalli Berndsen eins og hann var oftast kallaður starfaði sem hárgreiðslu- og förðunarmeistari og var um tíma með sjónvarpsþátt. Hann fæddist 1. ágúst 1964.
Fyrst var talað um veikindi Kalla árið 2013 en í fyrstu var talið að hann væri með heilaæxli en seinna kom í ljós að hann var með krabbamein í eitlum. Hann fór í margar aðgerðir og lá í dái í 3 mánuði.
Við hjá Hún.is vottum aðstandendum Karls samúð okkar og sendum þeim okkar bestu strauma.