Í áraraðir hafa konur gargað karlaflensa (man flu) þegar karlar væla yfir nokkrum hnerrum og hóstaköstum. En ný rannsókn sýnir að karlmenn eru í raun mjög veikir þegar flensan skellur á þeim vegna þess að mikið magn af testósteróni getur veikt ónæmiskerfi þeirra.
Rannsóknin sem gerð var við Stanford læknaháskólann rannsakaði viðbrögð karla og kvenna við flensubólusetningu. Hún leiddi í ljós að konur hafa að jafnaði sterkari mótefnisvaka gagnvart bólusetningunni en karlmenn, sem gefur konum betri vörn gagnvart flensunni. Karlmenn með minna magn af testósteróni sýndu betri viðbrögð, sömu eða samsvarandi og konurnar.
Því hefur lengi verið haldið fram að karlmenn séu mun móttækilegri en konur gagnvart bakteríum, vírusum, sveppa – og sníkudýrasýkingum en konur.
Rannsóknin sem birt var í Proceedings of the National Academy of Sciences, leiddi í ljós að konur hafa hærri blóðþéttni sem flytur prótein með ónæmisfrumum, þegar líkaminn er undir álagi.
Fyrri rannsóknir hafa sýnt að þó að konur saki karlmenn um að ýkja ástand sitt þegar þeir eru með flensu, þá séu konur mun líklegri til að játa að þær séu með hósta og hor.
Þannig að konur nú er bara að bíta á jaxlinn þegar karlmaðurinn ykkar vælir yfir hita og hor og hjúkra manninum. Þeir geta af og til verið veikara kynið, allavega líkamlega. En flestir eru þeir nú svo yndislegir að við hljótum að geta fyrirgefið þeim þetta væl af og til, er það ekki?
Ragna er miðborgarbarn sem elti ástina til útgerðarparadísarinnar Grindavík. Þó að ástin hafi yfirgefið hana hefur hún enn óbilandi trú og áhuga á fólki, ástinni og lífinu og tilverunni.