Karlmenn finna upp á bleikum túrtappahönskum

Nokkrir karlmenn í Þýskalandi fengu þá „frábæru“ hugmynd að framleiða vöru sem er bara ætluð konum og það hefur heldur betur bitið þá í rassinn.

Samkvæmt færslu á Instagram frá þessum mönnum, bjuggu þeir með konum árið 2010 og þeim fannst hryllingur að það væri ekki til „góð lausn“ til að losa sig við túrtappa og dömubindi án þess að það sæist mikið.

Áratug seinna komu þeir með Pinky Gloves á markaðinn. Þetta er hanski sem hjálpar þér að koma túrtappa á réttan stað án þess að fá blóð á þig og til að fela tappann í ruslinu, fyrir öllum sem hugsanlega gætu verið að opna ruslið á eftir þér.

Viðbrögðin við þessari framleiðslu hafa ekki staðið á sér. Kvensjúkdómalæknirinn Jen Gunter, sem hefur verið kölluð kvensjúkdómalæknir Twitter, vakti athygli á vörunni og þá var ekki aftur snúið. Úr varð mikið skítkast en konur víða um heim hafa hneykslast á þessari vöru og þessari framleiðslu. Sumir vilja meina að þessi vara hefði jafnvel ekki komið á markaðinn ef þeir hefðu leitað ráðlegginga kvenna.

Nú er kannski bara tímaspursmál hvenær konur taka sig saman og framleiða hanska sem karlar geta notað þegar þeir pissa.

SHARE

LEAVE A REPLY

Please enter your comment!
Please enter your name here