Samkvæmt nýlegri rannsókn missa karlmenn fyrr áhuga á kynlífi í langtímasamböndum, heldur en konur. Þeir missa löngunina ef þeir eru óöruggir með sig eða hafa áhyggjur af frelsi sínu innan sambandsins.
Greining á 64 rannsóknum sem gerðar hafa verið frá því 1950 kom í ljós að með aldrinu fái karlmenn óraunhæfar hugmyndir um sína eigin kynlöngun og líkama sinn.
Fram kemur í rannsókninni að það staðalímyndin í nútíma samfélagi sé að „konur hafi minni þörf fyrir kynlíf en karlar“ en það er þó ekki alltaf raunin.
Háskóli í Kentucky komst að þeirri niðurstöðu að karlmenn missa oft áhuga á kynlífi ef þeir eru óhamingjusamir eða óöruggir. Í rannsókninni, sem birt var í Journal of Sex Research, kom fram að karlmenn búist oft við því að þeir muni alltaf hafa sömu löngun í kynlíf og verða gramir þegar löngunin minnkar. Þeir finna líka fyrir pressu til að vera alltaf til í tuskið og finnst þeir eigi alltaf að vera sá aðili sem hefur frumkvæðið að kynlífinu.
Upp geta komið líkamlegir krankleikar, en einnig þunglyndi, skapsveiflur og stinningarvandamál.
Kristen Mark aðstoðarprófessor í kynfræði sem starfar fyrir Sexual Health Promotion Lab í Háskólanum í Kentucky segir: „Við búumst alltaf við því að kynþörf karla sé alltaf mikil og sjálfsögð, eins og að kveikja og slökkva á ljósi. Á sama tíma reiknum við með því að kynhvöt kvenna sé eins og flókið skiptiborð, en hvort tveggja er mjög flókið.“