Að sitja fyrir framan sjónvarpið tímunum saman gæti lækkað sæðistölu manna um helming, samkvæmt nýrri rannsókn sem framkvæmd var af læknisnemum í Harvard háskólanum. Rannsóknin sýndi að karlmenn sem horfðu á sjónvarp í meira en 20 tíma á viku höfðu 44% minna sæði en þeir sem horfðu lítið á sjónvarp. Annað sem fram kom í rannsókninni var að menn sem stunduðu einhverskonar líkamsrækt í 15 klukkutíma að viku, í það minnsta, höfðu 73% meira sæði en menn sem æfðu bara 5 tíma á viku.
Í rannsókninni tóku 189 menn þátt á aldursbilinu 18-22 ára.
Rannsóknin varpaði nýju ljósi á ófrjósemi
“við vitum lítið um hvaða áhrif lífstíll fólks hefur á ófrjósemi” segir Audrey Gaskins sem leiddi rannsóknina. Þessi rannsókn sýndi fram á 2 lífstílsbreytingar sem þú getur gert og hafa áhrif á sæðistölu þína. Það er svo sannarlega framför.
Þá vitum við það, ef karlmenn eyða of miklum tíma fyrir framan sjónvarpið (líklega þá í ofþyngd) og hreyfa sig of lítið þá framleiða þeir minna sæði.