Hér kemur æðisleg uppskriftir frá Allskonar sem mun pottþétt slá í gegn ef þú býður í mat.
Kartöflu- og spínatbaka fyrir 6
- Deigið
- 300gr hveiti
- 1 bréf þurrger
- 1/2 tsk salt
- 1 msk ólífuolía
- 200ml volgt vatn
- Fyllingin
- 5 meðalstórar kartöflur
- 200gr spínat
- 200gr ostur
- smá rósmarín eða timian (nýtt eða þurrkað)
- 5 msk parmesan, rifinn
Undirbúningstími: 75 mínútur
Bökunartími: 25 mínútur
Settu hveiti og ger í skál og blandaðu vel saman, hrærðu 1/2 tsk salt saman við . Bættu nú við 200ml af volgu vatni og olíu og hnoðaðu vel saman í um 5 mínútur eða þar til deigið er mjúkt. Settu deigið í skálina, viskustykki yfir og láttu hefast í 45-60 mínútur.
Á meðan deigið hefast sýðurðu kartöflurnar. Þvoðu þær vel, það er óþarfi að flysja þær. Þegar þær eru soðnar tekur þú þær upp úr pottinum og lætur kólna.
Settu spínat í sigti og helltu soðnu vatni yfir það til að mýkja blöðin. Kreistu vatnið úr spínatinu.
Þegar deigið hefur hefast þá hnoðarðu það niður og fletur út þannig að passi í stórt eldfast mót (um 35cm). SMyrðu mótið og leggðu deigið í, það er ágætt að láta það fara upp á kantana. Leggðu spínatið jafnt yfir degið. Rífðu smávegis ost yfir spínatið.
Skerðu kartöflurnar í sneiðar og raðaðu í mótið. Rífðu meiri ost yfir og stráðu rósmaríni/timían yfir. Að lokum stráirðu rifna parmesanostinum jafnt yfir allt. Leyfðu þessu að hefast í 15-20 mínútur.
Hitaðu ofninn í 200C.
Bakaðu í miðjum ofni þar til deigið og osturinn eru orðin gullinbrún.
Meiriháttar gott með brakandi fersku salati. Líka gott kalt í nesti.
Kidda Svarfdal er ritstjóri og eigandi Hún.is en hún er frá Djúpavík á Ströndum. Hún fór á bát og snjósleða í skólann þegar hún var lítil og var í heimavist í Finnbogastaðaskóla. Hún hefur haft gaman að krossgátum og íslensku frá unga aldri og hefur skrifað ljóð, sögur, pistla og fleira. Ásamt því að skrifa á Hún.is er Kidda, ásamt fjölskyldu sinni, mikið í Djúpavík þar sem fjölskyldan er með ferðaþjónustu.