Það þarf ekki alltaf að hafa soðnar kartöflur með öllu þetta kartöflugratín er æðislega gott bæði með kjöti og fiski.
Uppskriftin kemur frá Röggu úr bókinni hennar Eldað af ást.
uppskrift:
1/2 – 1 kg soðnar kartöflur
nýmalaður svartur pipar
salt
1 laukur
1 askja ferskir sveppir
rifinn ostur
1/2 – 1 peli rjómi
Ostur t.d smurostur eða mosarellakúla
Sjá meira: lambalaeri-med-einfaldri-hvitlaukssosu/
Aðferð:
Penslið eldfast mót með olíu. Skerið soðnu kartöfurnar í sneiðar og raðið í eldfasta mótið, kryddið með salt og pipar.
Skerið lauk og sveppi og steikið á pönnu þar til mjúkt, blandið saman við kartöflurnar.
stráið rifnum osti yfir og hellið rjómanum yfir allt saman. Bætið smá skeiðum af smurostinum eða mosarellanum yfir gratínið.
Bakið í ofni við 180 gráður í um 30 mín eða þar til osturinn fallega brúnaður.
Gratínið hentar afskaplega vel með grilluðu kjöti.
Kristín fæddist á nunnuspítala og var skírð á flugvelli í henni Ameríku.
Hún er gift og á þrjú börn og eitt barnabarn. Hún hefur að mestum hlut unnið við að efla fólk og hefur menntað sig á því sviði. Ásamt því að skrifa á hun.is vinnur hún sjálfstætt sem meðferðaraðili.
Elskar að lesa, skrifa og mála en útivist og andleg málefni heilla hana.
Hún skrifar út frá eigin reynslu, faglegu nótunum og kaldhæðnislega um upplifun sína af breytingarskeiði miðaldra kvenna. Með hækkandi aldri hefur hún lært að létta sér lífið sem húsmóðir og gera mat á einfaldan hátt en alveg afbragðsgóðan svo frá henni má sjá uppskriftir að ýmsu góðgæti.
Hennar mottó er jákvæðni út í kosmósið því hún hefur lært af lífinu að jákvæðni kemur manni ansi langt!