Kartöflugratín

Það þarf ekki alltaf að hafa soðnar kartöflur með öllu þetta kartöflugratín er æðislega gott bæði með kjöti og fiski.

Uppskriftin kemur frá Röggu úr bókinni hennar Eldað af ást.

uppskrift:

1/2 – 1 kg soðnar kartöflur

nýmalaður svartur pipar

salt

1 laukur

1 askja ferskir sveppir

rifinn ostur

1/2 – 1 peli rjómi

Ostur t.d smurostur eða mosarellakúla

Sjá meira: lambalaeri-med-einfaldri-hvitlaukssosu/

Aðferð:

Penslið eldfast mót með olíu. Skerið soðnu kartöfurnar í sneiðar og raðið í eldfasta mótið, kryddið með salt og pipar.

Skerið lauk og sveppi og steikið á pönnu þar til mjúkt, blandið saman við kartöflurnar.

stráið rifnum osti yfir og hellið rjómanum yfir allt saman. Bætið smá skeiðum af smurostinum eða mosarellanum yfir gratínið.

Bakið í ofni við 180 gráður í um 30 mín eða þar til osturinn fallega brúnaður.

Gratínið hentar afskaplega vel með grilluðu kjöti.

SHARE

LEAVE A REPLY

Please enter your comment!
Please enter your name here