Siðanefnd Blaðamannafélags Íslands hefur sýknað Jóhannes Kr. Kristjánsson og Kastljós af ákæru forráðamanna Heilbrigðisstofnunar Vesturlands.
Þeir Helgi Seljan og Jóhannes Kr. Kristjánsson fjölluðu um mál Hlédísar Sveinsdóttur og dóttur hennar í Kastljósi, kæru vegna mistaka við fæðinguna og viðbrögð HVE og landlæknisembættis við kærunni. Þeir ræddu við móður barnsins og lögfræðing hennar en móðir kærði málið til Landlæknis.
Þórir Bergmundsson kærði umfjöllun Kastljóss um málið og vildi meðal annars að ummæli um rangfærslur í læknaskýrslum, greinagerðum og bréfum frá HVE yrðu dæmd ómerk og á þeim yrði beðist afsökunar á sama vettvangi og orðin féllu.
Sá kærði, Jóhannes Kr. Kristjánsson vísaði þeim ásökunum á bug að í Kastljósi hafi komið fram ósannar fullyrðingar og rangindi og að viðhöfð hefðu verið óvönduð vinnubrögð.
Siðanefnd Blaðamannafélag Íslands hefur sýknað Kastljós og Jóhannes Kr. Kristjánsson og telur að umfjöllun um málefni af þessu tagi eigi fullkominn rétt á sér, það er meint mistök innan heilbrigðiskerfisins enda er staðfest í skýrslu ,,Sviðsstjóra sviðs eftirlits og gæða” hjá Landlæknisembættinu að ummönnun móður og ófædds barns hennar í fæðingunni hafi verið óviðundandi.
Hlédís, móðir barnsins og þolandi í málinu hafði þetta um málið að segja á Facebook í rétt í þessu:
“Ég hef það fyrir reglu að dæma fólk ekki útfrá mistökum heldur því hvernig það bregst við þeim. Guðjón og Þórir, forsvarsmenn HVE í þessu máli hafa því miður valdið mér miklum vonbrigðum.”
Þú getur séð dóminn í heild sinni hér.