Leikkonan Kate Hudson segir að það séu engin leyndarmál til þegar kemur að því að halda sér í formi. Eina leiðin er að vinna fyrir því eða „work your ass off“ eins og Kate orðaði það.
Hin 35 ára Kate stundar Pilates og hleypur til að halda sér í formi en hún viðurkennir að hún hafi alltaf vonast til þess að það væri einhver töfralausn til. Staðreyndin sé hins vegar sú að það er engin töfralausn til heldur verður maður að vera stöðugt að halda sér við.
You can´t do two weeks and go and do two days, then take a week off, and be like, Why aren’t I in shape?
Kate á tvö syni en á fyrri meðgöngunni þyngdist hún mikið og átti í fullu fangi með að ná af sér kílóunum eftir fæðinguna ólíkt mörgum Hollywood stjörnum.
Leikkonan segir að hún hafi ekki tíma fyrir það að æfa í 2 og hálfan tíma í senn eins og margir haldi heldur reynir hún að troða inn æfingu þó það sé stundum ekki nema 20 mínútur.
Tengdar greinar:
Kate Hudson þvertekur fyrir það að þjást af átröskun
Kate Hudson – „Seinni meðgangan eyðilagði útlit mitt“
Instagram dagsins: Kate Hudson fyrir Lindex
Kristín Helga er óumdeilanlega mesti Kardashian aðdáandi Íslands og nærliggjandi landa. Hennar heitasta ósk er að vera vinkona Khloe Kardashian.
Hún hefur áhuga á öllu mögulegu og þar á meðal að lesa og skrifa um fræga fólkið í Hollywood.