![Screenshot 2023-09-25 at 11.21.06](https://www.hun.is/wp-content/uploads/2023/09/Screenshot-2023-09-25-at-11.21.06-640x471.jpg)
Kate Moss (49) kann að hafa slakað á í djammlífinu og snúið sér að meira heilsusamlegum lífsstíl en hún hefur samt ekki alveg losað sig við sígaretturnar.
„Ég reyki enn af og til,“ sagði ofurfyrirsætan í viðtali við The Sunday Times í nýju viðtali sem birt var um helgina. Ég hef heyrt að húðin verði miklu betri ef maður hættir að reykja, en ég er ekki hætt… ennþá.“
![](https://www.hun.is/wp-content/uploads/2023/09/NYPICHPDPICT000039764013-1024x1302.webp)
Kate vildi þó alls ekki ræða það að hún muni eiga hálfrar aldar afmæli í janúar 2024. „Ég er ekki að verða fimmtug,“ sagði hún í gríni og bætti við að hún væri alls ekki mikið að velta því fyrir sér. Þegar hún var spurð hvort hún færi í fyllingar og botox svaraði hún því neitandi: „Au naturel…. næsta spurning.“
Sjá einnig: