Jocelyn Wildenstein er þekktust fyrir þráhyggju sína fyrir lýtaaðgerðum. Hún hefur eytt yfir 4 milljónum dollara í lýtaaðgerðir á andliti sínu. Hún hefur lengi verið kölluð kattarkonan í fjölmiðlum. Hin 73 ára gamla Jocelyn virðist vera sátt við afrakstur lýtaaðgerðanna og lítur út fyrir að vera hamingjusöm með kærasta sínum.
Hún var mynduð síðustu helgi með kærasta sínum, Lloyd Klein, sem hún hefur verið í ástarsambandi með síðustu ár. Þau nutu kvöldsins á steikhúsi.
Jocelyn byrjaði að stunda lýtaaðgerðir þegar hún var gift milljónamæringnum Alec Wildenstein. Hún er sögp hafa verið hrædd um að fyrrum eiginmaður hennar færi frá henni. Hún reyndi að líkjast framandi köttum, hún hélt að breytt útlit gerði gæfumuninn. Eiginmaður hennar er sagðir hafa öskrað þegar hann sá andlit konu sinnar eftir fyrstu aðgerðina, hún var nánast óþekkjanleg. Hún hefur gengist undir amk sjö andlitslyftingar, nokkrar meiriháttar aðgerðir á augum og látið sprauta kollageni í varir, kinnar og höku.
Hér fyrir neðan má sjá nokkrar myndir af kattarkonunni, meðal annars myndir af henni áður en hún byrjaði að stunda lýtaaðgerðir. Þú þarft að klikka á myndina til að opna albúm.