
Það var engin önnur en Katy Perry sem pantaði afmælisköku frá Sætum syndum fyrir Daisy, 2 ára dóttur sína, á dögunum. Katy birti svo mynd af kökunni á Instagram síðu sinni og hefur kakan vakið mikla lukku.

Katy hefur verið að sigla um á skipinu Norwegian Prima og hefur deilt myndum af þessu öllu saman.
Sætar syndir var stofnað af Evu Maríu Hallgrímsdóttur sem fékk mikinn áhuga á kökuskreytingum eftir að eignast son sinn. Fyrirtækið hefur stækkað jafnt og þétt og eru kökurnar einstaklega glæsilegar og þau opnuðu kökubúð í Hlíðasmára árið 2017 og Kampavínskaffihús í Smáralind árið 2020.

Kidda Svarfdal er ritstjóri og eigandi Hún.is en hún er frá Djúpavík á Ströndum. Hún fór á bát og snjósleða í skólann þegar hún var lítil og var í heimavist í Finnbogastaðaskóla. Hún hefur haft gaman að krossgátum og íslensku frá unga aldri og hefur skrifað ljóð, sögur, pistla og fleira. Ásamt því að skrifa á Hún.is er Kidda, ásamt fjölskyldu sinni, mikið í Djúpavík þar sem fjölskyldan er með ferðaþjónustu.