Keira Knightley: „Kvenlíkaminn er orðinn vígvöllur vegna myndvinnslu”

Keira Knightley situr berbrjósta fyrir í myndaþætti sem birtist nýverið á síðum tískutímaritsins The Interview. Þátturinn hefur vakið ómælda athygli og situr hún þannig fyrir svörum hjá breska tímaritinu The Times, þar sem hún segist blátt áfram hafa megna óbeit á meðförum myndvinnslusérfræðinga á kvenlíkamanum þegar að úrvinnslu stafrænna mynda kemur.

Tískuljósmyndarinn Partick Demarchelier er maðurinn að baki myndaþættinum af Keiru, en serían sjálf sem og orð leikkonunnar hafa vakið ómælda athygli fyrir djörfung og þor. Þá segist Keira í viðtalinu oftar en hún hafi tölu á, hafa orðið fyrir barðinu á myndvinnsluforritum við eftirvinnslu ljósmynda; jafnt í kynningarskyni sem og vegna slúðurumfjallana um fræga fólkið.

 

keira-knightley-by-patrick-demarchelier-for-interview-magazine-september-2014

 

Keira birtist lesendum berbrjósta í myndaþætti Demarchelier fyrir The Interview en einnig er að finna veglegt viðtal við leikkonuna, sem segist hafa tekið umrædda ákvörðun þar sem hún vilji koma heimsbyggðinni fyrir sjónir eins og Guð skapaði hana en ekki eins og sérfræðingar í myndvinnslu kjósi að telja umheiminum trú um að leikkonan líti út, allt í ágóðaskyni.

Keira-Knightley-by-Patrick-Demarchelier-for-Interview-Magazine-01

keira+knightley+2

 

Leikkonan segist vera þreytt orðin á afbökun eigin líkama og að henni þyki nóg komið:

“I’ve had my body manipulated so many different times for so many different reasons, whether it’s paparazzi photographers or for film posters.”

Keira-Knightley-by-Patrick-Demarchelier-for-Interview-Magazine-02

Keira-Knightley-by-Patrick-Demarchelier-for-Interview-Magazine-05

Sjálf segist Keira ekki kæra sig um að líkami hennar hljóti slíka meðferð við úrvinnslu stafrænna mynda og að hún sé sátt við brjóstin á sér, en leikkonan er grannvaxin og brjóstanett:

… I’m fine doing the topless shot so long as you don’t make them any bigger or retouch.’ Because it does feel important to say it really doesn’t matter what shape you are.

Kiera-Knightley-Interview-Magazine-01

img-kiera-knightley-4_120624998607

Frægt er orðið þegar brjóstummál Keiru var blásið upp af myndvinnslusérfræðingum fyrir kynningarefni stórmyndarinnar King Arthur en hér má sjá bæð frummyndina og sjálft kynningarefnið þar sem brjóstaummál Keiru hefur verið blásið út:

18jh4ejc3j75ijpg

Að mínu mati eru líkamar kvenna vígvöllur, segir Keira jafnframt. Ástæðuna fyrir því er að hluta til hægt að rekja til stafrænnar eftirvinnslu á ljósmyndum af konum. Samfélag nútímans er orðið svo myndrænt að okkur reynist sífellt erfiðara að greina misjafnar líkamsgerðir og um leið, fegurðina sem er fólgin í fjölbreytileikanum.”

SHARE