Kelly Clarkson fær nálgunarbann á tvo aðila

Kelly Clarkson ætti að geta sofið vel á nóttunni því hún hefur fengið í gegn nálgunarbann á tvo meinta eltihrella, samkvæmt TMZ.

Samkvæmt miðlinum mega Victor Fernandez og Huguette Nicole Young – ekki hafa samband með nokkru móti við Kelly og börn hennar, River (8) og Remington (6) næstu fimm árin. Þeir verða að auki að halda sig í að minnsta kosti 100 metra fjarlægð við fjölskylduna. Gerendurnir eru sagðir hafa mætt á heimili Kelly í Los Angeles margoft og valdið truflunum.

Báðir mennirnir hafa margoft komið á heimili Kelly og valdið usla. Samkvæmt TMZ kom annar mannanna til að mynda þrisvar á heimili Kelly á Þakkargjörðardaginn 2022.

SHARE