Hin 19 ára gamla Kendall Jenner, sem steig sín fyrstu skref á hátískupöllunum á nýyfirstöðnum tískuvikum, allt frá París og til New York, er nýjasta andlit snyrtivörurisans Estée Lauder og birtist þannig í glæstum ljósmyndaþætti á síðum Vogue, þar sem árangur hennar og ótrúleg innkoma í heim hátískunnar er rædd í þaula.
.
Kendall Jenner fyrir Vogue – Ljósmyndir: PATRICK DEMARCHELIER
.
Kendall, sem hefur verið mitt í kastljósi fjölmiðla allt frá 11 ára aldri og er systir sjálfrar Kim Kardashian, segist eiga árangurinn þrotlausri vinnu að þakka og að hún líti ekki svo á að um sjálfsagt framhald af þáttöku hennar í raunveruleikasjónvarpi sé að ræða.
.
Kendall Jenner fyrir Vogue – Ljósmyndir: PATRICK DEMARCHELIER
.
Reyndar er Kendall svo staðráðin í að skipa sér eigin sess í hátískuheiminum að hún neitaði að flagga eftirnafni sínu meðan á tískuviku stóð og óskaði þess að vera einungis kölluð Kendall. Innkoma hennar í tískuheiminn var ekki átakalaus, en háværar sögusagnir voru á sveimi um stund um að Kendall hefði verið lögð í grimmilegt einelti af öðrum fyrirsætum sem töldu víst að Kendall hefði sökum stöðu sinnar og ætternis, otað sér framar í forgangsröðinni.
.
Kendall Jenner fyrir Vogue – Ljósmyndir: PATRICK DEMARCHELIER
.
Þetta þvertekur fagfólk fyrir og þannig segir sjálfur Olivier Rousteing, sem gegnir stöðu listræns stjórnanda hjá Balmain að Kendall sé rísandi stjarna sem verðskuldar viðurkenninguna.
Kendall er fyrirmynd í augum ófárra ungra stúlkna og hefur þegar skipað sér sess við hlið kvenna á borð við Claudia Schiffer og Naomi Campell.
Sjálf segir Kendall að keppnisandinn sé henni í blóð borinn og að foreldrar hennar, Kris og Bruce, hafi haft fyrir reglu í uppvextinum að vekja hana þremur tímum áður en skóli hófst svo hún gæti litið í bækur.
Ég lærði snemma á lífsleiðinni að fullkomnunarárátta og það að leggja hart að sér er eina rétta leiðin að auknum árangri. Vinnualki er jákvætt hugtak í mínum föðurhúsum.
Umfjöllun Vogue má lesa HÊR en á vefsíðu Estée Lauder má sjá Kendall fyrir snyrtivörurisann ásamt því að skoða Instagram reikning stúlkunnar sem tók tískuheiminn með stormi fyrr á þessu ári og segist komin til að vera.
Íslensk fyrirsæta í yfirstærð situr fyrir í myndaþætti Vogue
Vinnan að baki gerð hátískuflíkar er mögnuð ásýndar
Kim Kardashian aflitar á sér augabrúnirnar
Klara Egilson er íslenskur blaðamaður búsettur í Osló. Hún hefur gengt ritstörfum frá unga aldri og gaf út sína fyrstu smásögu sex ára að aldri: “Kartaflan sem fann alltaf vitlausa lykt” en hefur skrifað allar götur síðan og er ekki ókunn íslenskum fjölmiðlum. Hún er elsk á orð, fagra muni og umfram allt; fjölbreytileika mannlífsins. Klara gegnir í dag stöðu aðstoðarritstjóra HÚN.IS og tekur á ýmsu í umfjöllunum sínum.