Kendall & Kylie Jenner: Sakna pabba síns

Caitlyn Jenner hefur undanfarið baðað sig í vel verðskulduðum frægðarljóma og fær gríðarlega athygli hvar sem hún kemur. Vefmiðillinn Radar Online greindi frá því í gærdag að frægð Caitlyn væri farin að taka sinn toll af dætrum hennar, þeim Kendall og Kylie Jenner.

Sjá einnig: Kendall og Kylie Jenner stálu senunni á ESPY´s

Að sögn heimildarmanns Radar Onlie hefur Caitlyn fjarlægst dætur sínar undanfarið og hefur allt fárið í kringum Caitlyn ruglað þær í ríminu:

Caitlyn sagði þeim að hún yrði alltaf pabbi þeirra, það myndi aldrei breytast. En undanfarið hefur þeim þó fundist þær vera nánast föðurlausar.

29FFEC9300000578-3140557-At_peace_The_Pac_Sun_model_has_been_a_party_of_Caitlyn_s_journey-a-1_1435336072351

Heimildarmaðurinn segir einnig frá því að þær sakni Bruce og þær viti ekki alveg hvernig þær eigi að takast á við allar þessar breytingar – og það fyrir opnum tjöldum.

 

SHARE