Caitlyn Jenner hefur undanfarið baðað sig í vel verðskulduðum frægðarljóma og fær gríðarlega athygli hvar sem hún kemur. Vefmiðillinn Radar Online greindi frá því í gærdag að frægð Caitlyn væri farin að taka sinn toll af dætrum hennar, þeim Kendall og Kylie Jenner.
Sjá einnig: Kendall og Kylie Jenner stálu senunni á ESPY´s
Að sögn heimildarmanns Radar Onlie hefur Caitlyn fjarlægst dætur sínar undanfarið og hefur allt fárið í kringum Caitlyn ruglað þær í ríminu:
Caitlyn sagði þeim að hún yrði alltaf pabbi þeirra, það myndi aldrei breytast. En undanfarið hefur þeim þó fundist þær vera nánast föðurlausar.
Heimildarmaðurinn segir einnig frá því að þær sakni Bruce og þær viti ekki alveg hvernig þær eigi að takast á við allar þessar breytingar – og það fyrir opnum tjöldum.