Sólveig Friðriksdóttir, kölluð Solla, er 42 ára gömul, 3 barna móðir sem heldur úti Facebook síðu þar sem hún segir frá ketó/lágkolvetna mataræði sínu og deilir uppskriftum bæði fyrir sig og aðra.
Botn :
1 bolli pekanhnetur
2 msk brætt smjör
1 tsk gervisæta (ég notaði sukrin)
Fyllingin:
230 gr rjómaostur
1 1/2 bolli rjómi
1 bolli jarðaber i bitum
2/3 bolli flórsykur (ég notaði frá sukrin)
1 tsk vanilludropar
Aðferð:
1. Hakka í matvinnsluvél allt í botninn og þjappa í form (ég notaði millistærð af ofnfati en hefði viljað það smá grynnra jafnvel)
2. Baka svo í ofni í 10 min við 180 ° og kæla (ég skellti í ísskáp meðan ég mixaði fyllinguna)
3. Þeyta rjómann og setja til hliðar
4. Hræra i hrærivél rjómaost, jarðaberjum, flórsykri og vanillu þar til það verður bleikt og mjúkt (mega vel vera berjabitar það er bara betra)
5. Blanda rjómanum útí þar til nokkuð slétt
6. Skella fyllingunni á botninn og í frysti. 2 tímar var passlegt en má vera lengur.
Þetta er vel stór kaka og koma alveg 8 (jafnvel fleiri) góðar sneiðar þannig vel hægt að geyma svo í frysti og ná sér i sneið þegar sætindaþörfin kemur. Þetta er sjúklega sætt, ferskt og saðsamt Smellið endilega einu „like“ á Facebook síðuna Maturinn minn
Kidda Svarfdal er ritstjóri og eigandi Hún.is en hún er frá Djúpavík á Ströndum. Hún fór á bát og snjósleða í skólann þegar hún var lítil og var í heimavist í Finnbogastaðaskóla. Hún hefur haft gaman að krossgátum og íslensku frá unga aldri og hefur skrifað ljóð, sögur, pistla og fleira. Ásamt því að skrifa á Hún.is er Kidda, ásamt fjölskyldu sinni, mikið í Djúpavík þar sem fjölskyldan er með ferðaþjónustu.