Khloé Kardashian: keypti kvenmannsföt fyrir Bruce

Mikil spenna ríkir fyrir væntanlegum þætti Keeping Up With The Kardashians: About Bruce sem verður sýndur á sunnudags- og mánudagskvöldið í Bandaríkjunum.

Þátturinn sem verður í tveimur hlutum fjallar um kynleiðréttingarferli Bruce Jenner og hvernig fjölskyldan hans er að taka því. Bruce hefur sjálfur sagt að Khloé Kardashian hafi átt í mestum erfiðleikum með þessa breytingu.

Í nýju sýnishorni úr þættinum er sýnt frá því er hin 30 ára gamla Khloé kemur færandi hendi til stjúpföður síns. Khloé heimsótti Bruce og gaf honum nokkra pakka sem innihéldu kvenmannsföt.

Khloé sagði að hún vissi ekki alveg ennþá hver smekkur hennar væri en þá átti hún við Bruce sem konu.

Bruce bætti þá við að hann vissi heldur ekki alveg hver smekkur hennar væri en hann var afar þakklátur fyrir gjafirnar.

Sjá einnig: Bruce Jenner: Brot úr nýjum þætti um kynleiðréttingarferlið

28B6E14300000578-3083486-image-m-26_1431706229393

Sjá einnig: Bruce Jenner ljómar af hamingju: „Ég íhugaði oft sjálfsmorð“

28B6E14700000578-3083486-image-m-25_1431706113113

Sjá einnig: Ég get ekki lifað í lygi lengur; ég er kona“ – Bruce Jenner

SHARE