Nýjar heimildir herma að Khloe Kardashian (32) sé ófrísk sem er langþráður draumur hennar. Hún skrifaði á heimasíðu sína á dögunum að hún hafi aldrei verið jafn hamingjusöm. Hún er með nýjan kærasta, Tristan Thompson (25), hún er með nýjan sjónvarpsþátt og nú, er sagt, að hún sé ófrísk.
Sjá einnig: Aðdáendur hafa áhyggjur af Khloe
„Khloe hefur bara sagt fjölskyldunni frá þessu, enn sem komið er, en hún vill bíða þangað til hún er komin 12 vikur á leið áður en hún segir frá þessu opinberlega,“ segir heimildarmaður Life&Style. „Hún trúir því varla að hún sé ófrísk en hún hefur látið sig dreyma um þetta árum saman.“