Kardashian systurnar eru í því að eignast börn þessa dagana. Kim var að eignast þriðja barnið sitt með hjálp staðgöngumóður og Kylie var að eignast sitt fyrsta barn nú fyrir skemmstu.
Khloe (33) hefur haldið því fyrir sig hvort kynið hún er að fara að eignast með Tristan Thompson (26) en tilkynnti það svo loks í þættinum sem sýndur var í gær.
Khloe tvítaði um þetta: „Ég er svo spennt að dóttir mín mun eiga bestu vini í Chicago West og Stormi Webster!! Guð er góður!!“