Fólki greinir gjarnan á um það hvort það sé með eða á móti bólusetningum, þeir sem telja það slæmt eru að hugsa um aukaverkanir sem geta komið upp en er þó nokkuð sjaldgæft.
Það er allur gangur á því hvort fólk láti bólusetja börnin sín en sem betur fer eru flestir sem gera það.
Kíghóstafaraldur hefur nú komið upp á Íslandi en nokkrar mæður segja frá því að mömmu síðu sem ég held uppi á facebook (Umræða mæðra).
Ung móðir varar aðrar við og skrifar:
Litla músin með kíghósta. Nú er komin upp kíghóstafaraldur (sem hefur ekki verið síðan í gamla daga). Þetta er einmitt það sem gerist þegar fólk bólusetur ekki börnin sín þá koma upp faraldrar. Kara bara búin að fara í eina bólusetningu og ekki komin með fullt næmi. Lesið ykkur til um kíghósta og hafið augun opin, sérstaklega þegar þið eruð með lítil börn. Hóstinn byrjaði sem svona þurr barkahósti, svo losnar aðeins um hann og hann verður slímkenndari. Hún á erfitt með að ná andaum og á það til að blána aðeins. Hóstaköstinn enda oft með uppköstum. Engin hiti og ekkert í lungum. Hún er búin að vera hóstandi síðan 17 okt. Þetta smitast með úðasmiti. Hún getur þó hafa smitast mun fyrr þó einkennin voru ekki komin fram. Vildi bara láta sem flesta vita af þessu, það er skelfilegt að horfa upp á þetta. Ég vil ítreka það að vera ekki að hlusta á þennan áróður gegn bólusetningum. Það er ekki að ástæðulausu að allt heilbrigðisstarfsfólk mæli með bólusetningum. Þau hafa þekkinguna.
,,Kíghósti (Pertussis) er alvarleg öndunarfærasýking hjá börnum, einkum á fyrstu mánuðum ævinnar, en hjá unglingum og fullorðnum birtist sjúkdómurinn sem langvarandi og þrálátur hósti. Sýkingin stafar af bakteríu sem framleiðir eiturefni sem veldur slæmum hóstaköstum.
Bakteríusjúkdómurinn er sérlega skaðlegur ungum börnum.
Útbreiðsla sjúkdómsins hefur farið vaxandi síðustu 20 árin og telur Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin að á milli 20-40 milljónir tilfella komi upp árlega í heiminum og þá aðallega í þróunarlöndum. Á árunum í kringum 1930-1940 létust þúsundir manna af völdum kíghósta en með tilkomu bóluefnis gegn sjúkdómnum hefur dregið mjög úr dánartíðni af völdum hans. Þrátt fyrir góða þátttöku í bólusetningu gegn kíghósta þá hafa komið upp faraldrar í mörgum löndum hjá fullorðnum og eldri börnum. Ástæðan er sú að verndandi áhrif bólusetningarinnar þverra á nokkrum árum þó góð vernd sé til staðar hjá bólusettum ungum börnum.
Smit berst milli manna með úða frá öndunarfærum (til dæmis með hnerra). Meðgöngutími sjúkdómsins, það er sá tími sem líður frá því að einstaklingur smitast og þar til sjúkdómseinkenni koma fram, er yfirleitt um 2-3 vikur”.