Funheitar nektarmyndir af blaðsíðum LOVE Magazine hefur verið lekið á netið – en tölublaðið, sem kemur út þann 9 febrúar – sýnir Kim Kardashian nær óþekkjanlega og að sjálfsögðu; kviknakta. Hér má sjá Kim bera allt (að undanskilinni ritskoðun), en svo virðist sem blaðið sé nýkomið úr prentun og er því um ljósmynd af opnu blaðsins að ræða:
.
.
Þetta mun vera Kim Kardashian á blaðsíðum LOVE Magazine, en raunveruleikastjarnan, sem er ríflega þrítug er óþekkjanleg á ljósmyndunum. Kim klæðist hátískufatnaði frá Prada á öllum ljósmyndunum, en hér að ofan má sjá hana kviknakta í fráhnepptri loðkápu – en á öðrum skotum má sjá Kim með fitugt og sleikt hár.
.
.
Glöggir muna jafnvel þegar Kim aflitaði á sér augnabrúnirnar síðla árs 2014 – en aðspurð flissaði hún og sagðist hafa verið í myndatöku – en gaf ekkert umfram það uppi. Nú eru umræddar myndir komnar upp á yfirborðið – og viti menn, konan er algerlega óþekkjanleg:
.
.
Fyrr í vikunni var þó annarri og mun djarfari ljósmynd lekið úr skotinu – sem fyrst birtist á aðdáendasíðu Kim á Twitter – en öllum að óvörum heldur Kim á sígarettu og borgar yfir því sem virðist vera blómabeð – íklædd stuttum nælonsokkum:
.
.
Stund sannleikans rennur upp þann 9 febrúar nk. þegar tölublaðið ratar í blaðarekka verslanna- en þó er ljóst að það var sjálf ritstýra LOVE, Katie Grand sem stíliseraði tökuna og klæðist Kim, sem áður segir, Miuccia Prada fatnaði á öllum myndum.
.
Mörgum þykir serían vera í hrópandi ósamræmi við þá ímynd sem Kim gefur af sér í raunveruleikaþáttunumm, en hún er að eigin sögn sannkristin og snertir varla áfengi – hvað þá að Kim Kardashian hafi nokkru sinni snert á sígarettu – eins og hún sést þó gera á einni ljósmyndinni.
Svona hefur Kim Kardashian aldrei birst veröldinni áður:
.
Tengdar greinar:
Kim Kardashian aflitar á sér augabrúnirnar
KVIKNAKIN Kim Kardashian: Gekk ALLA leið við tökur!
Faðir hennar vissi strax að karlmenn myndu þrá hana
Klara Egilson er íslenskur blaðamaður búsettur í Osló. Hún hefur gengt ritstörfum frá unga aldri og gaf út sína fyrstu smásögu sex ára að aldri: “Kartaflan sem fann alltaf vitlausa lykt” en hefur skrifað allar götur síðan og er ekki ókunn íslenskum fjölmiðlum. Hún er elsk á orð, fagra muni og umfram allt; fjölbreytileika mannlífsins. Klara gegnir í dag stöðu aðstoðarritstjóra HÚN.IS og tekur á ýmsu í umfjöllunum sínum.