Kim AFTUR KVIKNAKIN – nær óþekkjanleg í LOVE Magazine

Funheitar nektarmyndir af blaðsíðum LOVE Magazine hefur verið lekið á netið – en tölublaðið, sem kemur út þann 9 febrúar – sýnir Kim Kardashian nær óþekkjanlega og að sjálfsögðu; kviknakta. Hér má sjá Kim bera allt (að undanskilinni ritskoðun), en svo virðist sem blaðið sé nýkomið úr prentun og er því um ljósmynd af opnu blaðsins að ræða:

.

2556068200000578-0-image-a-16_1423073721323

.

Þetta mun vera Kim Kardashian á blaðsíðum LOVE Magazine, en raunveruleikastjarnan, sem er ríflega þrítug er óþekkjanleg á ljósmyndunum. Kim klæðist hátískufatnaði frá Prada á öllum ljósmyndunum, en hér að ofan má sjá hana kviknakta í fráhnepptri loðkápu – en á öðrum skotum má sjá Kim með fitugt og sleikt hár.

.

254D0E4D00000578-2939968-image-a-24_1423075999101 (1)

.

Glöggir muna jafnvel þegar Kim aflitaði á sér augnabrúnirnar síðla árs 2014 – en aðspurð flissaði hún og sagðist hafa verið í myndatöku – en gaf ekkert umfram það uppi. Nú eru umræddar myndir komnar upp á yfirborðið – og viti menn, konan er algerlega óþekkjanleg:

.

screenshot-twitter.com 2015-02-04 19-53-04

.

Fyrr í vikunni var þó annarri og mun djarfari ljósmynd lekið úr skotinu – sem fyrst birtist á aðdáendasíðu Kim á Twitter – en öllum að óvörum heldur Kim á sígarettu og borgar yfir því sem virðist vera blómabeð – íklædd stuttum nælonsokkum:

.

screenshot-twitter.com 2015-02-04 19-51-17

.

Stund sannleikans rennur upp þann 9 febrúar nk. þegar tölublaðið ratar í blaðarekka verslanna- en þó er ljóst að það var sjálf ritstýra LOVE, Katie Grand sem stíliseraði tökuna og klæðist Kim, sem áður segir, Miuccia Prada fatnaði á öllum myndum.

.

254D0E5200000578-2939968-image-a-25_1423076001646

Mörgum þykir serían vera í hrópandi ósamræmi við þá ímynd sem Kim gefur af sér í raunveruleikaþáttunumm, en hún er að eigin sögn sannkristin og snertir varla áfengi – hvað þá að Kim Kardashian hafi nokkru sinni snert á sígarettu – eins og hún sést þó gera á einni ljósmyndinni.

Svona hefur Kim Kardashian aldrei birst veröldinni áður:

.

Kim Kardashian front of LOVE magazine Grab by Metro pic desk

Tengdar greinar:

Kim Kardashian aflitar á sér augabrúnirnar

KVIKNAKIN Kim Kardashian: Gekk ALLA leið við tökur!

Faðir hennar vissi strax að karlmenn myndu þrá hana

SHARE