Kim Kardashian ætlar að draga sig úr sviðsljósinu

Kim Kardashian hefur verið í felum eftir að hún var rænd í París um daginn. Hún varð 36 ára þann 21. október síðastliðinn og tilkynnti Kanye West, eiginmanni sínum, að hún vildi ekki neina skartgripi eða dýra hluti í afmælisgjöf þetta árið.

Kanye ákvað þá að fara aðra óhefðbundnari leið til að gleðja konuna sína. Hann setti saman myndband um tímann áður en Kim varð fræg

 

„Öll fjölskyldan var frá sér numin og þau grétu þegar þau horfðu á myndbandið því þau vissu ekki að þessi myndbönd væru ennþá til. Kanye hafði fundið þau í eigum Roberts heitins, en myndefnið var flest á VHS en Kanye klippti efnið til,“ segir þessi heimildarmaður. „Þegar Kim sá myndbandið gat hún varla hætt að gráta þvi það minnti hana á hversu hamingjusöm hún var fyrir frægðina, hversu mikið hún elskaði pabba sinn og lífið.“

 

Kanye hefur lengi verið að reyna að fá Kim til að hætta í raunveruleikaþættinum sem hún er í með fjölskyldu sinni og svo virðist sem honum sé að verða að ósk sinni. „Kim sagðist vilja vera stúlkan sem pabbi hennar vildi að hún yrði og hún sé komin með nóg af því að vera sú sem Kris vill að hún sé. Kanye hitti alveg í mark með þessari gjöf og hún kostaði ekkert,“ sagði heimildarmaðurinn.

 

SHARE