Kim Kardashian aflitar á sér augabrúnirnar

Raunveruleikastjarnan Kim Kardashian þarf rétt svo að veifa hendinni til að komast í fjölmiðla og kemur það því ekki á óvart að nýjasta Instagram mynd Kim fari nú um fjölmiðla eins og eldur um sina.

Kim birti tvær myndir af sér og módelinu Cara Delevingne á Instagram og Twitter en það sem vakti athygli fjölmiðla var það að Kim er búin að aflita á sér augabrúnirnar.
Myndirnar voru báðar teknar í 19 ára afmæli Kendall Jennar en Kim tekur það fram í texta undir fyrri myndinni að þessi drastíska breyting sé einungis fyrir myndatöku og því tímabundin.

Á báðum myndunum sem Kim birti má sjá rapparann French Montana sem er fyrrverandi kærasti Khloé Kardashian og velta nú slúðurmiðlar því fyrir sér hvort Khloé og French séu byrjuð aftur saman.

screen-shot-2014-11-04-at-3-27-16-pm

screen-shot-2014-11-04-at-3-26-47-pm

SHARE