
Þá er búið að uppljóstra umm nýjasta „kúr“ Kim Kardashian, JARÐARBER. Daman borðar víst jarðaber þessa dagana og ekkert nema jarðarber! Slúðurblöðin þar vestra segja að Kim hafi látið reyna á að borða eingöngu jarðarber til að ná af sér einhverjum kílóum. Hún borðar jarðarber í morgunmat, hádegismat og fær sér jarðarberjasmoothie á milli mála.
En Kim hefur fundið smá glufu á þessum skrítna kúr, henni finnst lítið mál að fá sér kampavínsglas með jarðaberi svona rétt síðdegis alla daga. Ekki hægt að neita því að það passi ekki saman!
Rex/StarCrush
Kim hefur notið þess síðustu dagana að sleikja sólina í Mexico með vinkonu sinni Abbey Wilson og birti þessa dúndurflottu bossamynd af sér þar sem þær stöllur eru að slaka á.