
Kim Kardashian birti nýja mynd af syni sínum Saint á föstudaginn en þetta er önnur myndin sem hún birtir. Undir myndina skrifaði hún: „You’re the sun in my morning babe“.
Sjá einnig: Þarna er Saint West!
Kim frumsýndi son sinn með mynd af honum á Instagram í síðasta mánuði. Sama dag og faðir hennar Robert Kardashian hefði átt afmæli.
Sjá einnig: Kim og Kanye hafa gefið syni sínum nafn!
Saint sem fæddist 5. desember 2015 var steinsofandi á fyrri myndinni en var vel vakandi á myndinni sem hún birti í gær.
Kristín Helga er óumdeilanlega mesti Kardashian aðdáandi Íslands og nærliggjandi landa. Hennar heitasta ósk er að vera vinkona Khloe Kardashian.
Hún hefur áhuga á öllu mögulegu og þar á meðal að lesa og skrifa um fræga fólkið í Hollywood.