Stórstjarnan og bossadrottningin Kim Kardashian var eitt sinn unglingur. Eins ótrúlega og það kann að hljóma. Nú hefur fyrrum æskuvinkona Kimme tekið sig til og opnað myndaalbúm sitt – síðan á árum áður. Þegar Kim var bara eðlilegur unglingur með stóra drauma. Eins og svo margir.
Frú Kardashian West kunni augljóslega að stilla sér upp fyrir framan myndavélina – löngu, löngu áður en hún varð fræg fyrir það.
Ekki hefur ennþá komið fram hvort að ofangreind æskuvinkona, tískuhönnuðurinn Nikki Lund, hafi birt þessar myndir í óþökk drottningarinnar. Nú ef svo er, þá kemur það sennilega mjög fljótlega í ljós.
Það abbast nefnilega enginn upp á Kimme.
Tengdar greinar:
Katy Perry og Kim Kardashian í glimrandi gír á tískuviku í París
Kanye West og Kim Kardashian: Stunda kynlíf oft á dag!
Kim Kardashian notar barnið sitt sem fylgihlut