Kim Kardashian var ekki lengi að koma sér aftur í form eftir að hún átti dóttir sína North fyrir meira en tveimur árum.
Sjá einnig: Kim Kardashian sögð hafa farið í margar lýtaaðgerðir síðustu mánuði
Hin 35 ára gamla raunveruleikastjarna átti sitt annað barn í desember í fyrra en hún nýtir sér myndir af árangri sínum eftir North til að hvetja sig áfram.
Kim hefur nú þegar misst yfir 19 kg frá því hún átti son sinn Saint en hún hvergi nærri hætt.
Sjá einnig: Kim og kúrvurnar
Í færslu á vefsíðunni sinni birti Kim myndir af sjálfri sér á Tælandi ári eftir að hún átti North. Kim tjáði lesendum síðunnar að hún hafi verið mjög stolt af þeim árangri sem hún hafði náð á þeim tímapunkti sem hún tók myndirnar.
Hún lítur í dag á þessar myndir sem áminningu á það hvað hún gat gert mikið á ári og að þá geti hún svo sannarlega gert það aftur.
Kristín Helga er óumdeilanlega mesti Kardashian aðdáandi Íslands og nærliggjandi landa. Hennar heitasta ósk er að vera vinkona Khloe Kardashian.
Hún hefur áhuga á öllu mögulegu og þar á meðal að lesa og skrifa um fræga fólkið í Hollywood.