Kim Kardashian er klár með skilnaðarpappíra

Tímaritið Life & Style greinir nú frá því að hjónaband raunveruleikastjörnunnar Kim Kardashian og rapparans Kanye West sé í molum. Kanye hefur farið mikinn á Twitter undanfarnar vikur og er Kim víst búin að fá sig alveg fullsadda. Að hennar mati hefur Kanye niðurlægt bæði hana og fjölskylduna.

Sjá einnig: Twitteræði Kanye West fer í taugarnar á Kim

Heimildarmaður tímaritsins segir Kim vera búna að láta útbúa skilnaðarpappíra og sé alvarlega að íhuga að fara frá Kanye.

kim-kardashian-kanye-west-north-west

Svo er spurning hvort eitthvað sé til í þessum fréttum. Tímaritið Life & Style er þekkt fyrir að skreyta sannleikann verulega.

SHARE