Fólk hatar að elska hana. Og elskar að hata hana. Hvað sem fólki kann að finnast er lítið hægt að deila um vinsældir Kim Kardashian. Um helgina fagnaði hún því að fylgjendur hennar á Instagram voru orðnir 42 milljónir talsins. Það er dágóður slatti.
Sjá einnig: Bókin hennar Kim Kardashian floppar
Kim veit hvað aðdáendurnir vilja og splæsti að sjálfsögðu í ögrandi mynd að þessu tilefni.
Lítill texti fylgdi myndinni, ,,42 mil” var það eina sem Kimme hafði um málið að segja. Enda segir myndin svo sem allt sem segja þarf.