Kim Kardashian: Gæti þurft að fara í legnám

Raunveruleikastjarnan Kim Kardashian átti í töluverðum erfiðleikum með að verða þunguð í annað skipti sökum vandamála sem komu upp þegar hún gekk með sitt fyrsta barn.

Sjá einnig: Kim Kardashian er óhrædd við að sýna stækkandi bumbuna

Eitt af þeim vandamálum sem komu upp var það sem kallast viðgróin fylgja en þá er fylgjufesting við leg óeðlileg og skil vantar á milli fylgju og legslímhúðar. Ef þetta gerist aftur á þessari meðgöngu, þannig þetta verði verra en í fyrra skiptið, vilja læknarnir hennar fjarlægja legið. Kim sagði í viðtali við C Magazine að þetta hræddi hana svo hún reyndi að hugsa bara um einn dag í einu.

Sjá einnig: Kim sýnir bumbuna sína á Instagram – Nakin!

Viðgróin fylgja getur valdið miklum blæðingum í fæðingu en Kim getur átt von á því að þurfa að eiga barnið fyrir settan tíma en þá væri barnið tekið með keisaraskurði og legið fjarlægt í leiðinni.

Eftir fyrstu meðgönguna gekkst Kim undir nokkrar litlar aðgerðir til þess að lagfæra legið þar sem fylgjan var viðgróin.

Seinni meðgangan hefur gengið betur en sú fyrri og er Kim afar þakklát fyrir það.

Sjá einnig: Kim og Kourtney eru nánast eins og tvíburar

2BAB1F9A00000578-3213375-image-a-39_1440706939747

2BA7B44F00000578-3213375-image-m-42_1440707004275
2BB7E9A300000578-0-image-a-3_1440704322069

SHARE