Kim Kardashian var gestur í spjallþættinum Live! with Kelly & Michael í gærdag. Í þættinum sagði hún meðal annars frá því að Kanye West hefði hreinsað út úr fataskápum (já, þeir eru sennilega þó nokkrir) hennar stuttu eftir að þau byrjuðu saman. Kanye, sem er mikill áhugamaður um tísku og allt sem henni tengist, fékk fáeina stílista til liðs við sig og tók til hendinni – á meðan Kim háskældi yfir öllu saman.
Það var öllu hent í einn haug á gólfinu – öllu sem Kanye og stílistunum þótti ekki nægilega fallegt. Ég stóð bara grátandi og fylgdist með. Ég ákvað þó að treysta þeim, ég henti samt engu úr haugnum til að byrja með, ég vildi sjá hvað Kanye hefði í hyggju.
Kanye brást nú aldeilis ekki spúsu sinni og stuttu síðar átti hún fataherbergi stútfullt af fallegum fötum. Fötum eftir fræga hönnuði sem hann hafði valið í samráði við stílista sína.
Stíll minn hefur þróast og breyst til hins betra – þökk sé Kanye.
Sjá einnig: Kanye West kom Kim Kardashian á óvart á mæðradaginn
Fyrir & eftir Kanye.
Sjá einnig: Vogue hunsaði Kim Kardashian